Náttúruhlaup í Þórsmörk

Statistics

692

m

693

m

17

max°

Difficulty

FATMAP difficulty grade

Difficult

Description

12 km hlaupið hefst við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk og hlaupið er inn Húsadalinn áleiðis upp Laugaveginn.

Þegar komið er upp úr Húsadal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slyppugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slyppugilið.

Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda.

Þaðan er hlaupið eftir Krossáraurum að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal.