Scenic walk to a lighthouse

Statistics

1 - 2

hrs

109

m

109

m

4

max°

Difficulty

FATMAP difficulty grade

Easy

Description

Gengið er frá gömlu brúnni við vesturós Héraðsvatna til norðurs að Hegranesvita.

Hægt er að leggja bílnum vestan við gömlu Héraðsvatnabrúna eða hjá styttu Jóns Ósmanns.

Gengið er niður í Furðuströnd framhjá skýli Jóns Ósmanns, en svo nefndi Jón ströndina og gengið upp úr fjörunni við enda hennar.

Fyrst um sinn er nokkuð ógreinilegur slóði eftir þýfðu landi við bjargbrúnina en fljótlega er komið inn á gamlar kindagötur og hægt að ganga eftir bökkunum alla leið út að Hegranesvita.

Gengið er framhjá Naustavík en þar eru tóftir af gömlum verbúðum.

Mikið fuglalíf er í klettunum og ægifagurt útsýni yfir Tindastól og eyjarnar úti á Skagafirði.

Gengið er sömu leið til baka.

Upphafsreitur Gps: 65° 44.895'N, 19° 33.052'W English: The route starts at the car park by the statue of the Ferryman, Jón Ósmann.

You follow the footpath to the old bridge along to Naustavík seashore.

The path leads you to Hegranesviti lighthouse.

The walk includes a beautiful view and a lot of bird life.

Estimated walking time is about 1,5 hours and the loop is 5,9 km long.