Hlaupið er frá Laugarvatni eftir gömlum slóðum, eftir hluta af Kóngsveginum alla leiðina að Brúarfossi. Þá er farið eftir stígum og að hluta til með fram þjóðveginum uns komið er að Geysi.

Statistics

1,144

m

1,100

m

11

max°

Difficulty

FATMAP difficulty grade

Moderate

Description

Lagt er af stað frá göngustígaskiltinu við enda tjaldsvæðisins.

Farið er eftir göngustíg fyrir ofan hjólhýsabyggð og sniglast gegnum sumarhúsabyggð eftir slóðum og vegum uns ekki er annar kostur en að koma sér niður á reiðstíginn við þjóðveginn.

Honum er fylgt uns farið er upp að Miðdalsvelli, hann þveraður gegnum eina sveitajörð uns komið er að fyrsta parti Kóngsvegarins.

Þessi hluti Kóngsvegsins er að hluta til yfirgróinn birki en þokkalega fær með trakki samkvæmt fyrirrennurum.

Komið er inn á betri stíg á 9 km uns góður reiðstígur tekur við ofan við Efstadal.

Þaðan liggur Kóngsvegurinn eftir breiðri reiðgötu að Brúarfossi á 15.

kílómetra.

Þá er fínum slóðum fylgt gegnum sumarhúsabyggð, um Úthlíð uns fara þarf niður að þjóðveginum og yfir brúna yfir Andalæk (~21km).

Eftir það er enginn annar slóði en reiðvegurinn í boði meira og minna alla leiðina á Geysi þar sem leggurinn endar við innganginn að Geysissvæðinu.