Hlaupið er frá Geysi eftir þjóðveginum niður að Hvítá, upp Tungufellsdal og inn á línuveg Sultartangalínu. Honum er fylgt um hálfa leið yfir línuvegsheiðina uns komið er að Helgaskála. Þessi hluti langleiðarinnar er því mestmegnis eftir þjóðvegi og malarvegum með þremur ám sem þarf að vaða.

Statistics

6 - 7

hrs

1,224

m

897

m

5

max°

Difficulty

FATMAP difficulty grade

Moderate

Description

Hlaupið er frá Geysi að mestu leiti eftir eða meðfram þjóðveginum fyrstu 10 km niður Hvítá þar sem farið er yfir brúna við Brúarhlöð.

Hér væri hægt að koma inn í hópinn til að stytta.

Beygt er inn á malarveg upp Tungufellsdal sem er skógi vaxinn dalur inn af bænum Tungufelli.

Haldið er áfram eftir fáfarnari malarvegi sem breytist í hefðbundinn seinfarinn línuveg meðfram sultartangalínu 3.

Hann liggur síðan áleiðis upp í móti, yfir nokkrar smærri ár uns komið er nærri Stóru-Laxá.

Þar endar leiðin við Helgaskála, miðja vegu milli Hvítár og Þjórsár.