Leiðin hefst við Helgaskála niður í móti að Háafossi og endar á þjóðveginum handan Þórsár þar sem Sprengisandsleið hefst. Leiðin er rétt rúmir 32,5km og áætlaður ferðatími er 4 klst.

Statistics

5 - 6

hrs

869

m

1,025

m

5

max°

Difficulty

FATMAP difficulty grade

Moderate

Description

Hlaupið er af stað frá Helgafellsskála mestmegnis eftir þokkalegum línuvegi með einstaka reiðleiðarútidúrum.

Vaða þarf nokkra læki og tvær þokkalegar ár, Stóru-Laxá og Fossá sem getur náð manni upp að lærum þótt hún sé ekki mjög straumhörð á þessu vaði.

Fyrstu 11km er örlítil hækkun en síðan tekur að halla niður í móti það sem eftir lifir leggs.

Eftir rétt rúma 19km er komið að gatnamótunum að Háafossi.

Þar er tekinn smá vegis útursnúningur til þess að skoða fossinn.

Farið er til baka að línuveginum og farið eftir góðum malarvegi dágóðan spöl.

Í stað þess að fylgja veginum ofan í Hólaskóg er Línuveginum fylgt alveg niðureftir að Sultartangavirkjun og komið niður á þjóðveginn við Þjórsá.

Síðustu 3km eru meðfram malbiki á þjóðveginum en leggurinn endar á gatnamótunum þar sem Þjórsárdalsvegur endar og Sprengisandsleið byrjar í rétt um 32,5km.