FATMAP by Strava

Langleiðin: Kvíslamót - Versalir

Leiðin frá krossgötunum Kvíslamót eftir jeppaslóða fram hjá Kjalvötnum, austan við Stóru-Kjalöldu uns komið er að Sprengisandsleið aftur sem fylgt er að skálnum Versölum.

Trail Running Difficult

Distance
27 km
Ascent
646 m
Descent
575 m
Duration
3-4 hrs
Low Point
531 m
High Point
658 m
Gradient
Langleiðin: Kvíslamót - Versalir Map

Þegar hér er komið við sögu á Langleiðinni tekur hinn raunverulegi Sprengisandur við. Nú blasir við mishæðótt sléttlendi, urð og grjót með fækkandi gróðurvinjum. Samt er eitthvað heillandi við vaxandi auðn og aukandi útsýni með jöklasýn. Her er lítil hækkun og því sækist ferðin vel, sérstaklega fyrstu 15km. Á gatnamótum þar sem val er um að fara vestur eða austur fyrir Stóru-Kjalöldu var ákveðið að breyta frá akstursvegi sem innihélt drullupolla og dý og var farið eftir jeppavegi austur gegnum Kjalvötn með von um að hann væri betri yfirferðar. Samkvæmt almennum upplýsingum er vegurinn fær og ekkert veð en í þessari ferð endaði slóðinn í miðjum Kjalvötnum. Skv. upplýsingum frá staðkunnugum er það mjög óvenjulegt og skýrist af miklum snjó um veturinn. Þess vegna var meira vatn í Kjalvötnum en venjulega og því vatnið yfirtekið veginn. Vaðið var yfir á vaði sem náði rétt upp í hné. Við tekur magnaður kafli um svokallaðan Kjalveg með endalausum vegi og svartri auðn. Þegar slóðinn beygðir aftur norður fer hann versnandi og verður mjög torfarinn síðustu kílómetrana upp á Sprengisandsleið. Vel mögulegt er að fara vestan megin við Stóru-Kjalöldu ef aurbleyta er minni en sú leið er líklega minna spennandi útsýnislega. Síðasti kafli leggsins er eftir þjóðveginum uns komið er að skálanum Versölum.

Difficulty

Difficult

High Exposure

3 out of 4

Some trail sections have exposed ledges or steep ascents/descents where falling could cause serious injury.

Remoteness

3 out of 4

Little chance of being seen or helped in case of an accident.

Best time to visit

between July and September